-
Innkaupakarfan þín er tóm!
Við höldum auðvitað áfram með átakið okkar og ætlum við að styrkja Kraft núna í febrúar!
Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstanendur en á hverju ári greinast 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára með krabbamein.
Megin markmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, sálfræðiþjónustu, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum.
Starfsemi Krafts felst í því:
Starf Krafts er því einstaklega mikilvægt og finnst mér gott að geta lagt þeim lið að einhverju leyti sama hve mikið eða lítið það kann að vera. Ég vil ennfremur minna á að þið þurfið alls ekki að versla við TPG til þess að styrkja Kraft en þið vitið allavega að með því að versla við okkur þá eruð þið i leiðinni að styðja við virkilega gott málefni.
Upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja Kraft má finna HÉR
Endilega skoðaðu úrvalið á síðunni okkar og ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur skilaboð!