Ný Sending!

Höfundur Ívar Smárason 19/11/2019 0 Athugasemdir

Við vorum að fá nýja sendingu í hús!

 

Mestmegnis vorum við að fylla á birgðir sem voru orðnar af skornum skammti en við vorum einnig að fá nýjar vörur.

Percy Nobleman voru að uppfæra og bæta í gjafasetta línuna sína. Við fengum Premium Beard Care Kit sem er gjöfin fyrir þá sem eru lengra komnir í skegg söfnun. Þetta sett inniheldur Premium Beard olíuna okkar (50 ml.), Beard Balm (65 ml.) og svo flotta samanbrjótanlega skegg greiðu. Einnig var verið að uppfæra vinsælasta gjafasettið frá þeim, Beard Grooming Kit, fyrri útgáfa innihélt 30 ml. af olíu og sápu en nýja útgáfan er núna komin með 50 ml. af hvoru!

 

Einnig fengum við Vegan skeggbursta og svitastykki sem er með sömu lykt og rakspírinn frá Percy. Skeggburstinn er með hárum sem gerð eru úr Tampico plöntunni og eru þau stíf og endingargóð. Handfangið er svo gert úr olíubornum Austurrískum peruvið. Svitastykkið er 75 ml. og er með einkennislykt Percy Nobleman, ég hef verið að nota svitastykkið sjálfur og endist það vel út daginn.

Endilega skoðið úrvalið!