Við Styrkjum PÍETA Samtökin!

Höfundur Ívar Smárason 30/12/2019 0 Athugasemdir

 

Út Janúar renna 10% af öllum pöntunum á tpg.is óskert til PÍETA samtakanna!

 

PÍETA samtökin sinna mikilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og þau styðja við aðstandendur. Samtökin hófu störf árið 2018 og eru til húsa að Baldursgötu 7 í Reykjavík. Einstaklingar og aðstandendur geta leitað til Píeta samtakanna og fá þar aðstoð hjá fagfólki. 

 

Markmið samtakanna er:

  • Að veita fólki, sem er í sjálfsvígshugleiðingum eða stundar sjálfsskaða, meðferð í fallegu og heimilislegu umhverfi.
  • Að veita aðstandendum sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi stuðning og fræðslu.
  • Að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar um orsakir og afleiðinguar sjálfsvíga og sjálfsskaða.
  • Að vera vettvangur fyrr fræðslu og umfjöllun um sjálfsvíg og sjálfsskaða.

Ástæðan fyrir því að ég ákváð að styrkja Píeta samtökin er sú að mér finnst þau sinna virkilega mikilvægu starfi. Umræða um andlega heilsu er sem betur fer að færast í aukana og finnst mér það virkilega jákvæð þróun. Þar sem að fólk berst við þunglyndi og önnur slík veikindi þá þykir mér það virkilega jákvætt og mikilvægt að slíkir einstaklingar hafi traust samtök til stuðnings.

 

Vert er að benda á það að þið þurfið alls ekki að versla við tpg.is til að styðja þessi samtök heldur getið þið gert það með því að hringja í eftirfarandi styrktarnúmer:

  • 905-5501
  • 905-5503
  • 905-5505
  • 905-5510

Eða með því að fara inná vefsíðu þeirra https://pieta.is/styrktu-okkur/

Endilega lesið meira til um samtökin Hér

 

Bestu kveðjur,
Ívar Smárason
Eigandi TPG