Um Percy Nobleman

Percy Nobleman eru fyrstu vörurnar sem The Perfect Gentleman bauð upp á og í raun ástæðan fyrir stofnun TPG.is.

Stofnandi Percy Nobleman, Freddy Furber, var orðinn þreyttur á fjöldaframleiddum, lág-gæða snyrtivörum fyrir karlmenn og ákvað að gera eitthvað í því. Hann stofnaði Percy Nobleman árið 2013 í Englandi og er það því mjög ungt. Fyrirtækið nefndi Freddy í höfuðið á langafa sínum.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Percy Nobleman náð góðri dreifingu á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu. Fjallað hefur verið um vörur þeirra í mörgum sjálfstæðum miðlum og var Premium Beard Oil olían þeirra valin sú besta af Independent miðlinum árið 2015.

Percy Nobleman leggur mikla áherslu á gæði og náttúruleg hráefni. Sem dæmi má nefna að í stað þess að nota gervi sílikon í skeggolíuna sína, eyddu þau þremur árum í þróun náttúrulegra staðgengla. Þetta var því hið fullkomna vörumerki til að stofna The Perfect Gentleman í kring um.

Percy Nobleman hefur verið persónugerður í myndasögum sem fyrirtækið hefur framleitt síðan árið 2015. Þar getur fólk fylgst með ævintýrum Percy er hann leitar að hinu fullkomna skeggi.

Ekki halda að Percy Nobleman sé bara fyrir skeggjaða, því þau bjóða upp á breytt úrval snyrtivara fyrir karlmenn, sem er alltaf að stækka. Hárgelin eru vel ilmandi og með gott hald en þau fylgja sömuleiðis þeirri sannfæringu Freddy að bjóða eigi eingöngu upp á hágæða vöru sem unnin er úr besta hráefninu. Ilmvatnið fangar einkennandi ilm Percy Nobleman vörumerkisins, sem er einstaklega góður. Rakakrem og aðrar húðvörur eru einnig í boði.

Freddy Furber heldur úti bloggi um karlmanns snyrtivörur sem þið getið fylgst með hér. Þetta er hans helsta áhugamál og veit hann því hvað hann syngur þegar kemur að þessu málefni.

Við erum ótrúlega stolt af því að bjóða upp á Percy Nobleman vörurnar á vefverslun okkar og vonum að þið deilið ást okkar á þeim.