Um TPG

The Perfect Gentleman (TPG.is) er rekið af Ívari Smárasyni

Sími 898-6114

Kt. 310892-2629

VSK nr: 129106

info@tpg.is


Um TPG

Ég var í námi í Danmörku þegar ég komst í kynni við Percy Nobleman vörurnar. Ég hafði aldrei séð eða heyrt um Percy Nobleman áður en mig langaði að prófa skeggvörur sem ég hafði ekki áður prófað og var hæstánægður með útkomuna. Ég skoðaði heimasíðu þeirra og sá þar úrval þeirra af allskyns snyrtivörum fyrir karlmenn, ekki bara skeggvörur. Þar sá ég einnig að enginn var að bjóða upp á Percy Nobleman vörur á Íslandi. Ég var því staðráðinn í að koma þeim á framfæri á Íslandi þegar ég kæmi heim úr námi.

Ég stofnaði The Perfect Gentleman í desember 2017. Nafnið valdi ég, því það gefur versluninni frelsi til að vaxa í allar áttir út frá minni hugmynd af hinum fullkomna herramanni, því það var aldrei ætlunin að vera aðeins verslun fyrir skeggjaða herramenn.

Mikilvægast finnst mér að veita góða þjónustu og að bjóða upp á gæða vörur. Ég mun því ekki bæta í vörumerkjaúrvalið fyrr en ég finn framleiðanda í hæsta gæðaflokki. Hægt er að hafa samband í gegnum Facebook síðu okkar (TPG.is - The Perfect Gentleman), með tölvupósti (info@tpg.is) eða símleiðis (minn persónulegi farsími er 898-6114). Ég er alltaf tilbúinn að svara hvaða spurningum sem þið gætuð haft varðandi Percy Nobleman, skegghirðu, hvaða hárgel hentar þér best eða hvað sem er tengt The Perfect Gentleman og þeim vörum sem við bjóðum upp á.

Það eru spennandi tímar framundan og hlakka ég gríðarlega til að útvíkka vöruúrvalið og vefverslunina í náinni framtíð.

Kær kveðja,

Ívar Smárason, stofnandi og eigandi The Perfect Gentleman